Signet

Spurt og svarað

Signet Transfer styður allar tegundir skráa.

Signet Transfer styður allt að 500MB skrám

Fylltu út samning hér eða hafðu samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.

Tvær áskriftarleiðir eru í boði í Signet transfer og hægt er að vera í áskrift að báðum leiðum.

a) Lausn fyrir notendur til þess að geta sent gögn til allra sem eiga íslenska kennitölu.

b) Lausn til þess að geta móttekið gögn frá öllum sem eiga íslenska kennitölu með því hafa uppsetta móttökugátt. Áskriftin innifelur fyrirtækjagátt og opna móttökuhópa.

Fylltu út samning hér eða hafðu samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.

Yfirlit yfir þjónustuþætti Signet transfer:
Einstaklingar í áskrift til að senda gögn til einstaklinga eða notendur fyrirtækja geta sent gögn til einstaklinga.

Skráðu þig inn á Signet transfer og veldu Senda á einstaklinga og dragðu inn skrána/skrárnar sem þú vilt senda.

Ef að þú hleður inn fleiri en einni skrá verður til ZIP skrá sem að þú getur gefið heiti.

Ef þú vilt getur þú sent lýsingu með skránni, lýsingin kemur fram undir upplýsingar um skrá og á kvittunum.

Ef að þú ert notandi fyrirtækis getur þú valið að senda skrána í nafni fyrirtækis.

Skrá þarf kennitölu móttakanda til að móttakandi geti sótt skrána með rafrænum skilríkjum.

Setja þarf inn netfang til að láta kerfið senda tilkynningu um að ný skrá hafi borist viðkomandi. Hægt er að skrifa skilaboð í tölvupóst sem koma með í tilkynningunni í tölvupósti ásamt upplýsingum um sendanda og beinum hlekk til þes að sækja skrána.

Ef senda á skrána á fleiri einstaklinga er smellt á Bæta við móttakanda.
Ef tölvupóstur var sendur á rangt netfang eða ef móttakandi finnur ekki tölvupóstinn er hægt að
- Senda áminningu
- Biðja móttakanda um að skrá sig inn á Signet transfer með rafrænum skilríkjum og sækja skrána undir Yfirliti skráa.

Hægt er að senda gögn til fyrirtækja sem hafa móttökugátt án þess að hafa áskrift.

Skráðu þig inn á Signet transfer og veldu Senda á fyrirtæki og dragðu inn skrána/skrárnar sem þú vilt senda.

Ef að þú hleður inn fleiri en einni skrá verður til ZIP skrá sem að þú getur gefið heiti.

Ef þú vilt getur þú sent lýsingu með skránni, lýsingin kemur fram undir upplýsingar um skrá og á kvittunum.

Ef að þú ert notandi fyrirtækis getur þú valið að senda skrána í nafni fyrirtækis.

Velja þarf fyrirtækið og viðeigandi móttökuhóp .
Ef að þú fékkst tölvupóst um að þér hafi verið send skrá en getur ekki séð skrána eftir innskráningu getur ástæðan verið sú að
- kennitalan þín var ekki rétt skráð af sendanda þegar skráin var send, eða
- þú ert ekki í móttökuhópnum sem skráin var send á.

Ef að skráin var send á móttökuhóp fyrirtækis þarf kerfisstjóri þíns fyrirtækis að bæta þér við í móttökuhópinn.

Það fer eftir hvaða stýrikerfi og vefskoðara þú notaðir þegar þú sóttir skrána.

Í flestum tilfellum þarf að vista skrána sérstaklega í möppu í símanum þannig að skráin vistast ekki sjálfkrafa.

Ef að þú finnur ekki skrána í símanum þarftu að hafa samband við sendanda og fá skrána senda aftur.

Signet transfer býður eingöngu upp á auðkenningu með skilríkjum útgefnu af Fullgildu Auðkenni. Signet styður rafræn skilríki í síma, appi og á korti.

Skilríki eru gefin út af Auðkenni, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef þeirra audkenni.is.

Í meðfylgjandi skjali er persónuverndarstefna Signet
PDF skjal

Þar sem rafræn skilríki á síma notast við dreifikerfi símafyrirtækjanna þá geta skilaboð verið lengi að berast eða jafnvel týnst. Ef slíkt gerist er best að bíða í u.þ.b. 10mín og reyna aftur síðar